Bóndadagur í dag

Jæja þá er kominn bóndadagur og ég veit bara ekki neitt hvað maður á að gera fyrir kallinn... langar samt að gera eitthvað, en ég er bara geggjað tóm og á alveg heilar 340 kr. 

þannig ef ég færi að gera eitthvað Þá yrði ég að fá pening hjá honum (þannig að hann væri að borga sína bóndadagsgjöf.), en ég hlít að finna eitthvað að gera sem kostar ekki mikið af penge... eða bara ekki neitt...

kannski maðru plati hann bara út í búð og eldi svo matinn sem hann keypti fyrir hann.. æj ég veit ekkert hvað ég á að gera..

þannig að ef þið eruð með hugmyndir þá endilega látið mig vita... því ég er alveg tóm...

 

bæbæ 


snjór snjór

Já snjórinn getur bæði verið skemmtilegur og hundleiðinlegur t.d er ekki gaman að koma út á morgnanna og þurfa að skafa af bílnum... Angry það finnst mér leiðinlegt... en hinsvegar er geggjað gaman að fara út á vélsleða Grin fór í gær í sveitina með Tomma, Helga og Jóni.. og við fórum að sleðast út um allt... sumstaðar var snórinn svo djúpur að hann náði upp að skilti... (skiltið við götuna var að hverfa undir snóinn..) en maður sökk samt yfirleitt ekki dýpra en upp á hné.. Tounge

Ég þarf að vera duglegri að stunda þessar vetrar íþróttir (skíði, vélsleði, skautar man ekki fleiri í augnablikinu ) þær eru nefnilega helvíti skemmtilegar...

Ég er nú samt að pæla í að fara að kaupa mér útibuxur og leikfimisskó.. svo maður geti nú farið að stunda útivistina eins og ég veit ekki hvað og líkamræktina svona eftir skóla einhverja daga... en það er bara það erfiðasta við þetta er að BYRJA...

jæja ætla hætta núna blogga seinna  


buenos dios

Hola    Smile

Jæja þá er skólinn byrjaður aftur og maður byrjaður að læra heima eins og vitleisingur... er að læra bútasaum og búa til munstur.. held að maður eigi líka að læra að búa til prjónauppskriftir... það á bara eftir að vera geggjað gaman þegar maður getur gert það...

í fatasaum á ég að sauma mér jakka og er maður byrjaður á að búa til grunnsniðið af honum og svo þarf maður að breyta því í sína eiginn hönnun... einnig verður saumaðar buxur og kjóll...

fór í fyrsta spænskutímann minn í dag og mér líst bara nokkuð vel á hana... virðist vera ekkert rosalega flókinn ...

en jæja ég ætla ekki að skrifa meira í dag ...

buenos dios = Góðan dag... 


gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár
 
 
Það var bara geggjað partý hjá mér á gamlárs, síðustu gestirnir fóru um 8 hálf 9. Þetta var ekkert smá gaman.. sungið og trallað allan tíman Grin
 
Ég fór í dag og náði í stundatöfluna mína og ég er nú ekki sátt við hana, þannig að ég þarf að fara upp í skóla á morgun og bæta við einingum, því ég fékk bara 12 einigar en ég vill vera í 22. Mig langar nefnilega að reyna að útskrifast í des 2007, en það er aldrey að vita að maður geti það....
 
Fór í smáralindina í dag og eyddi 10.000 krónonum sem hann afi gaf mér í jólagjöf, ég keypti mér leikfimisföt, langar nefnilega að drulla mér aftur í ræktina.. en held það verði ekki gert fyrr en í vor.
 
Ég og Agga magga erum að pæla í að fá okkur auka vinnu bara svona til þess að borga niður skuldirnar, það er svo leiðinlegt að vera með þetta hangandi á bakninu á manni...
en það er samt aldrei að vita hvað við gerum....
 
annars er bara voða lítið að frétta...
heyrumst seinna... 

24 desember

Aðfangadagur jóla er einmitt í dag ....
já það er kominn aðfangadagur og margir farnir að hlakka til að klukkan slái 18:00.
margir hlakka til að fá góðan mat á meðan aðrir eru svo spentir að opna pakkana að þeir geta varla borðað matinn, já það er allur gangur á þessu.
en jæja ég ætlaði nú bara  að óska ykkur Gleðilegra Jóla
 
 
GLEÐILEG JÓL
 

ís ís ís ís ís ís

Nú eru bara 2 dagar til jóla, og Tommi verður 24 á morgun.

Nú er maður bara að klára að pakka inn gjafirnar, bara setja svona lokahönd á allt, Smile 

Ég, Jenný og Sunna fórum í bónus í gær eftir að mamma fór, við þurftum að kaupa kvöldmatinn því hann var ekki til í hinni búiðinni sem við fórum fyrst í.  Og hvern haldið þið að við höfum hitt engan annan en hann Braga og hann bauð okkur upp á ís, og nú er fristirinn fullur af ís Grin það kemst ekkert meira í hann Smile Sunna og Jenný fengu bara áfall hvað við fengum mikinn ís.

En núna ætla ég að fara að byrja á því sem eftir er að gera fyrir jólinn

þangað til næst

                                                                  Grin GLEÐILEG JÓL Grin


6 dagar til jóla

Nú eru bara 6 dagar til jóla og 5 dagar þangað til að Tommi verði árinu eldri Grin Það er alveg slatti eftir að gera, en ég er nú eiginlega búinn með jólagjafirnar, get ekki klárað fyrr en þann 23 des, en jæja það skiptir nú ekki svo miklu máli, ég er alveg að verða búinn með gjöfina hans Tomma, en vá hvað hún var erfið í ár.... ég hef einhvernegin alltaf vitað hvað ég eigi að gefa honum í jólagjöf nema núna í ár, en það reddaðist.

Ég og Pála ætlum að kíkja í smárann í dag eftir vinnu hjá mér, reyna að hafa smá breitingu á dögonum hjá mér, ég er bara heima allan daginn nema þegar ég fer að skúra, og það er ekki alveg það skemmtilegasta...

Svo er ég að fara í blóðbankann á miðvikudaginn, ég og Agnes ætlum að vera góðar fyrir jólin og gefa slatta af blóði, því maður veit aldrei, það getur einhver þurft að fá smá yfir hátíðina, en við skulum samt vona ekki.

Ég náði í einkunirnar á föstudeginum og haldiði ekki að mín hafi bara slegið í gegn í verklegu en þessar bóklegugreinar voru nú ekki alveg að virka fyrir mig en jæja hérna eru þær 

danska                 4 

saga                     4

hönnunarsaga      8 

hönnun                 8

snið                       9

listir og menning  10

prjón og hekl       10 

saumtækni           10 

 

ég er nú samt alveg rosalega ánægð með þessar einkunnir.... GrinGrinGrinGrin

 en núna ætla ég að fara að taka til 


er er ekkert smá rík

Nú eru bara 16 dagar til jóla og eitt próf sem er á þriðjudaginn, sjúkrapróf í dönsku. 

Ég hef nú verið nokkuð dugleg við að baka, þarf samt að fara að vera duglegri í að taka til. 

Ég eignaðist littla frænku þann 29 nóv kl : 23:17, og hún er engin smá dúlla, seti mynd af henni  hingað inn, var að passa hana Helgu frænku á þriðjudaginn og hún er ekkert smá yndislegt barn.  En ég ákvað samt að ég ætla ekkert að vera neitt að drífa mig í bareignum því ég get fengið þetta lánað út um allt,. Grin Smile það er nefnilega svo gott að geta skilað.. Wink.

Helga Lilja            litla frænka

þetta er hún Helga frænka                                     og þetta er litla fænka en hún er enn óskýrð


dagurinn byjrar ekki vel

Ekki hefur þessi dagur byrjað vel hjá mér....

Tommi fór í morgun og ég vaknaði við það þegar hann fór frammúr ... og var vakandi þegar hann fór út um dyrnar í morgun, var svo heilengi að sofna (ca: einn og hálfan tíma) var samt að pæla í að sleppa því að fara að sofa og vaka bara þangað til ég ætti að fara í prófið.. (sem ég hefði átt að gera ) minns fór að sofa og vaknaði svo kl: 8:30 og prófið byrjað og of seint að mæta í það...  var nú ekki ánægð nú þarf maður að fara í sjúkrapróf ekki alveg sátt við það... er frekar pirruð núna... 

jæja ég ætla að fara núna  


skólinn búinnnnnnnnn

Nú er maður bara búinn að skila öllum lokaverkefnonum og  er það enginn smá léttir.. og fyrsta prófið byrjar á morgun.... og það er danska, er ekki að nenna að læra undir hana. 

það á víst að setja hana Huldu í gang á morgun, en hún átti að eiga 15. nóv, það lætur bíða eftir sér.

Tommi er að fara út í fyrra málið og kemur aftur heim á laugardaginn.

Það er vinnudjamm á  föstudaginn, spurning hvort maður eigi eftir að láta sjá sig þar... það er víst búist við um 400 manns... 

ég athugaði hvað nafnið mitt væri ef ég væri erótískur dansari

og það er aphrodite ef ég nota bara fyrra nafnið mitt en ef ég nota bæði nöfnin þá er það Whimsy

 

kíkið hvað þið heitið og endilega segja mér frá því...

http://www.blogthings.com/exoticdancernamegenerator/

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

hi

Höfundur

Christín
Christín
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...hmdv_209379
  • ...oss_wnyhmdv
  • kjóll 001
  • kjólinn
  • þetta er framaná kjólnum á hálsmálinu

bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband