Færsluflokkur: Bloggar
22.5.2006 | 20:50
ný vinnuvika
þá er helginbúinn og ný vinnuvika byrju, hún verður samt stutt vegna uppstigningardag sem er núna á fimmtudaginn. Ég ætla að bjóða nokkrum stelpum í grill á miðvikudagskvöld og við ætlum að skemmta okkur vel.
Það var kíkt út á laugardaginn og ég skemmti mér bara frekar vel, fór á celtik og hitti Beggu og Pálu ásamt fleira liði sem að ég nefni ekki hérna..það var komið snemma heim kom heim um 6 leytið er það ekki snemma annars???
jæja ætla að fara núna
july81
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2006 | 13:52
einkunirnar komnar
Þá er maður búinn að ná í einkunnirnar og ég stóð mig bara nokkuð vel fékk fjórar 8 og eina 6 og eina 9 og svo féll maður í enskuni með 4. En maður mátti svosem búast við því þar sem maður skildi lítið sem ekkert í enskuáfanganum og sat samt í honum alla önnina..
Núna situr maður heima þessa daganna og reynir að finna sér eitthvað að gera á daginn en það gengur bara ekkert of vél því maður getur ekki unnið hvenær sem er mig vantar vinnu frá ca 8 til 13 jafnvél 14, því maður er að skúra á kvöldinn og á næturvöktum einstökusinnum...
dagarnir líða bara rosalega hægt...
jæja ég ætla að athuga með hann pabba hann sagðist vera á leiðinnni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2006 | 14:26
79 dagar ....
Haldið þið ekki að hann Tommi sé bara búinn að panta far til eyja í sumar!! Mér finnst það bara fínt. Það eru víst margir búnir að panta til eyja um verslunarmannahelgina.. það eru bara 79 dagar í hana og þeir eru sko ekki lengi að líða því get ég nú lofað.
Ætla að kikja í ljós í kvöld reyna að vera smá brún í sumar. Vá hvað ég þoli ekki að hafa ekkert að gera í sumar, ég á bara eftir að sitja heima og gera lítið sem ekkert... kannski þvo þvott og elda kvöldmat.
jæja ég ætla að halda áfrám að gera ekki neitt..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2006 | 22:20
frábær laugadagur...
Vá hvað helgin hefur verið góð.... það var bara slappað af á föstudeginum og svo á laugardegi fór ég í ljós og horfið á Liverpool leikin mann ekki hverjir voru að spila á móti þeim... og auðvitað unnu þeir. þegar er kom heim þá fáum ég og Tommi okkur að borða. svo hringdi hann Helgi og bauð mér á rúntinn á hjólinu og það var geðveikt gaman vorum öruglega í svona 45 mín upp í klukkutíma .. ég þarf að fara að reka hann Tomma minn í prófið svo maður geti farið á rúntinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2006 | 19:06
loksins hreinn
jæa þá er maður bara búinn að þrífa ískápinn ekkert smá gaman að vera búinn að því, þá á maður bara eftir að taka hann inn og athuga hvort að liktin úr honum hafi ekki öruglega farið, ég vona það allavinna að hún hafi farið... svo er maður að fara á næturvakt í nótt og næstu nótt ... en í nótt verður maður bara að læra fyrir dönskuprófið á morgum og svo heldur maður áfrám að prjóna því mig langar að klára peysuna mína svona áður en maður fer að fara í útilegurnar í sumar..... eins og tildæmis eyjar í ágúst.. hlakka til þess..
jæja ég ætla að fara að borða..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2006 | 22:21
hann fer að verða hreinn...
Þá er kominn þriðjudagur.. og maður er ekki enþá komin með neina sumarvinnu en maður verður bara að vona að það fari nú að koma einhver...
Ég fékk gefins ísskáp um daginn og ég náði í hann á sunnudagskvöld og ooojjjj hvað hann var skítugur, já ég segi var því ég er búinn að þrífa ísskápinn sjálfan en ég á eftir hillurnar og skúffurnar en það verður gert á morgum því ég er ekki að meika meira núna. Svo verður bara endurraðað inn í eldhúsið þegar maður tekur hann inn.. hlakka ekkert smá til því þá verður maður kominn með almennilegan fristir og maður getur farið að versla almennilega inn... vei vei...
Núna situr maður bara rólega og horfir á sjónvarpið og prjónar (var að því og fer að prjóna aftur þegar ég verð búinn að tjá mig hér)
Ég ætla að vakna snemma á morgum og klára að þrífa skúffurnar og hillurnar og svo ætla ég að setjast niður og slaka á fara í fótabað og glápa á video eða dvd eitthvað svoleiðis...
Jæja ég ætla að hætta núna
bæbæ
july81
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2006 | 23:20
lykilinn að hjarta mínu er ....
lykilinn að hjarta mínu er
The keys to your heart
You are attracted to those who are unbridled, untrammeled, and free.
In love, you feel the most alive when things are straight-forward, and you're told that your're loved
You would be forced to break up with someone who was emotional, moody, and difficult to please.
Your idwal relationship is traditonal. Without saying anything, borh of you communicate with your hearts.
Your risk of cheating is zero. You would never break a commitment.
You think of marriage as something that will confine you .You are afraid of marriage.
In this moment, you think of love as something you thirst for. You'll do anything for love, but you won't fall for it easily.
http://www.blogthings.com/keystoyourheartquiz/
prufið að taka þetta test og sjáið hvar þið standið.
Bara svona upp á gannið
bæbæ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2006 | 22:17
allt að koma !!!
jæja þá er ég eiginlega búin með peysuna hans tomma og get farið að byrja á minni .
Núna er Tommi að tengja uppþvottavélina og það gengur bara nokkuð vel.. hlakkar ekkert smá til þegar hún er komin í gang því þá þarf maður ekki að vaska upp lengur (sem að mér finnst bara æðislegt þó svo að við erum bara 2)
Ég er að fara í Enskupróf á morgum og hef ekki komið mér í það að læra fyrir það því það er mikklu skemmtilegra að gera allt annað en það (meiri segja vaska upp) er búinn að taka mikið til í dag og keypti garn í peysuna mína, hvað gerir maður ekki til þess að þurfa ekki að læra ?????
ætla að klára að horfa á á tv og kíkja aðeins í bækurnar..
bæbæ
munið eftir gestabókinni það er svo gaman að sjá hverjir eru að skoða..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2006 | 17:00
stjörnuspáin þín er....
Hérna eru stjörnumerkin finndu þig og sjáðu hvernig þú ert!!
Hrútur: (20.mars-20.apríl) Þú ert óþolinmóður og fljótfær egóisti, góður að lofa öllu fögru, en fljótur að gefast upp og láta aðra þrífa skítinn. Þú ert keppnismaður og sérlega klár í að keppa vð tangan aðila og slá tilgangslaus högg út í loftið. Þú ert kvikindi, en það hjálpar hversu einlægur, barnalegur og einfaldur þú ert.
Naut (20. apríl - 21. maí): Þú ert latur og þrjóskur, enda löngu
staðnaður og fastur í sama farinu. Peningar og þægindi eru það eina
sem þú hugsar um, enda háður nautnum, mat, sykri og skynörvandi
efnum. Þú hreyfist ekki úr stað og selur sannfæringu þína
hæstbjóðenda. Þú ert lítið betri en stífluð rotþró.
Tvíburi (21. maí - 20. júní): Þú ert eirðarlaus og yfirborðslegur,
alltaf á hlaupum frá einu tilgangslausu verkefni í annað, með
hundrað ókláruð járn í eldinum. Þú ert sí ljúgandi, enda
sérfræðingur í að gefa loforð sem þú getur ekki staðið við.
Vissulega ertu vel gefinn, en þú sóar hæfileikum þínum í blaður og
óþarfa.
Krabbi (21. júní - 23. júlí): Þú þykist vera töff, en ert í raun
aumingi og tilfinningasósa, og getur ekki talað og tjáð þig, nema
með því að væla og kvarta. Þú ert fastur í fortíðinni og munt því
fyrr en síðar kafna í drasli og gömlum minningum. Þegar þú reiðist
þá fer allt í einn graut og upp blossar grimmd og hefnigirni. En
svona dags daglega þá ertu fúll, þunglyndur og sjálfsvorkunnsamur.
Ljón (22. júlí - 23. ágúst): Þú ert eigingjarn og of upptekinn af
eigin málum til að hafa áhuga á öðrum. Þú veist allt og hlustar ekki
eða öskrar á andmælendur þína. Þú ert svo barnalegur, einlægur og
trúgjarn, að það er augljóst að þú hefur aldrei fullorðnast. Þú ert
latur, en þegar þú gerir eitthvað, þá gengur þú of langt.
Meyja (23. ágúst - 23. september): Þú ert einn leiðinlegasti maður í
heimi, alltaf að kvarta, gagnrýna og skipta þér af fólki, en segir
aldrei neitt sem gagnast öðrum. Þú ert alltaf á hlaupum, þykist vera
duglegur, en gerir aldrei neitt af viti, ekki frekar en stormur í
tebolla. Þú ert stressuð taugahrúga.
Vog (23. september - 22. október): Þú þykist vera ljúfur og
vingjarnlegur, en ert í raun falskur og eigingjarn, brosir framan í
fólk, en lýgur og ferð bakvið aðra. Það tekur þig óratíma að taka
ákvaðanir, en þegar það loksins gerist, ertu óhagganlegur, enda of
atur til að hugsa málin aftur og of upptekinn af því að smjaðra
fyrir öðrum.
Sporðdreki (23. október - 21. nóvember): Þú ert frekur og
valdasjúkur, færð einstök mál á heilann (þráhyggja) og ert því
einhæfur og hundleiðinlegur. Þú ert ímyndunarveikur og tortrygginn,
móðgast útaf engu og gerir úlfalda úr mýflugu. Lífið er annað hvort
frábært eða ómögulegt. Þú ert eins og biluð plata, stöðugt að spila
sama lagið.
Bogmaður (22. nóvember - 21. desember): Þú ert týpan sem grautar í
öllu, en kann ekkert, enda alltaf á hlaupum úr einu í annað. Þú átt
erfitt með að þekkja takmörk þín, ert agalaus, flýrð óþægindi og
veist ekki hvernig þú átt að nýta hæfileika þína. Ef þú nærð tökum á
einhverju, þá hleypur þú í verkefni sem þú ræður ekki við.
Steingeit (21. desember - 20. janúar): Þú ert stífur og vansæll
vinnualki, fastur í tilgangslausum siðum og reglum, alltaf að skipta
þér af öðrum og segja þeim að gera það sem þú getur ekki gert
sjálfur. Þú ert snobbaður og þráir stöðutákn, enda með
minnimáttarkennd sem þú heldur að hægt sé að breiða yfir með titlum
og merkjavöru.
Vatnsberi (20. janúar - 19. febrúar): Þú ert sérvitur og skrýtinn,
og alltaf svo langt á undan samtímanum að enginn skilur þig eða
getur notað hugmyndir þínar. Vissulega ertu svalur, en þú ert svo
sjálfstæður, ópersónulegur og hræddur við raunverulegan innileika,
að þú ert í raun alltaf einn, frosinn í einskis manns landi. Týndur
á skýi í háloftunum.
Fiskur (19. febrúar - 20. mars): Þú ert rugluð og týnd sál og hefur
ekki hugmynd um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í hvaða
átt þú átt að fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa allt. En þar
sem þetta er ómögulegt, þá fer allt í vitleysu. En það gerir ekkert
til, þú ert sérfræðingur í sjálfsblekkingum og því að flýja
raunveruleikann.
vonandi skemmtuð þið ykkur á að lesa þetta. ég veit að ég gerði það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2006 | 16:44
ertu góð eða slæm stelpa
jæja þá er skólinn bara búinn.. ég fór í skólan í dag og var þar í innan við korter, næstum því tilgangslaust að fara í hann. það góða var að ég fékk að vita úr munlega dönsku prófinu og haldið þið ekki að stelpan kunni bara dönskuna nokkuð vel.. því hún náði sér í heila 8 þar.
ég fann eitthvað sem á víst að segja manni hvort maður sé góður stelpa eða slæm og ég er bara venjuleg stelpa.. ( You are a normal girl. You are 40% Good and 60% Bad ) vá hvað ég með mikið í slæmu ætti maður að fara að laga það eða bara vera svona slæmur áfrám???
http://ynr.blogthings.com/areyouagoodgirlorabadgirlquiz/
endilega athugið hvort þið séuð..
jæja ég ætla að klíkja í vinnuna... en endilega kvittið það er svo gaman að sjá hverjir skoða síðunna.
kveðja
july81
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
hi
Færsluflokkar
Myndaalbúm
bloggarar
-
systurnar
systurnar -
Ásta
Ásta bloggar -
anna litla
anna panna -
bloggarar
anna systir tomma -
bloggarar
gamla bloggið -
bloggarar
Ólöf skvísa -
bloggarar
dóra gella -
bloggarar
Begga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar