Færsluflokkur: Bloggar
19.11.2006 | 16:24
.......
Nú er bara 1 vika og 2 dagar eftir af skólanum, já og svo auðvitað 2 próf, danska og saga.
Mig er farið að hlakka svo til að fara í jólafrí, ég er kominn með dálítinn leiða á að gera þessi yndislegu verkefni, því ég þarf að gera fimm lokaverkefni og ég er bara enganveginn að nenna þeim, samt á ég yfirleitt svo lítið eftir að gera í þeim, ein og með peysuna þá er það bara rennilásinn, og svo á bara eftir að setja fóður inn í töskuna og setja böndin á, en það er nú meira eftir að gera í hinum verkefnonum..
Mig langar svo í köku núna en ég bara veit ekkert hvað ég á að baka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2006 | 21:22
helgin nálgast
nú fer skólinn bráðum að verða búinn og ég er búin að vera rosalega dugleg með lokaverkefnin mín, og ég held bara að ég eigi ekki eftir að vera í neinni tímaþröng með nein af þeim eins og á síðustu önn þegar maður var að vaka til 2 eða 3 á nóttuni til að klára þau.. ég er að verða búin með skyrtuna og þá eru bara 3 prufur eftir og svo allt búið og svo bara rennilásinn á peysuna og ganga frá prufum og það búið... það verður bara lítið eftir af skólanum eftir næstu viku en því miður er ekki hægt að klára bóklegu áfangana svona þannig að maður verður víst að sitja þá áfrám
.
Svo er fysta prófið þann 29 nóv og síðasta prófið 6 des.. og þá er bara komið jólafrí , þessi mánuður flígur bara áfram sem er bæði gott og slæmt.. (gott jólafrí, slæmt á svo mikið eftir að læra í dönsku og sögu ) vildi að maður gæti bara farið í auka tíma þar ...
Svo er bara alveg að fara að koma laugardagur og þá er maðru að fara á jólahlaðborð og svo á auðvitað Pála gella afmæli, maður verður víst að hitta hana bara niðrí bæ, og djamma með henni þar..
ætla nú ekki að hafa þetta lengra núna
þangað til næst....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2006 | 19:59
kuldaboli
jæja þá er kuldaboli kominn sem er ekki gott því nú þarf maður að skafa af bílnum og það er ekkert smá leiðinlegt því það er svo kalt úti .. þarf að finna vetlingana mína..og ég hef bara ekki humynd hvar þeir eru..
En nú er ég bara alveg að verða búinn með peysuna sem ég hef verið að prjóna síðan 13 okt. mér finnst það bara nokkuð gott því þá fer því lokaverkefni að verða búið vei vei vei vona bara að þegar ég verð búinn með hana að ég þurfi ekki að mæta meira í prjónatíma.. þá getur maðru farið að huga að hinum lokaverkefnum. Ég er að fara að sauma mér tösku í einu fagi og ég fer að leita af efni í hana á föstudaginn.. kanski maður sníði hana bara um helgina aldrei að vita. Og svo er það lokaverkefni í ahs, þá verður maður búinn með öll lokaverkefnin held ég (man allavinna ekki eftir fleiri)
Ég er nú aðeins farin að pæla í þessar yndislegu jólagjafir..endilega látið mig vita hvað það er sem ykkur langar í, því mig langar svo að klára sem flestar í næsta mánuði og svo maður getur haft það rólegt í des.. nenni ekki þessu búðarrápi þá... ætla bara að hafa það þægilegt í des.. baka og þrífa og liggja í leti reyna að búa mig undir næstu skóla önn.. hún á eftir að vera strembinn...
en endilega kvittið ..
hvað á að gera næstu helgi???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2006 | 20:18
9,0
Jæja ég fékk hekl möppuna mína til baka í gær .. og haldið þið bara ekki að maður hafi fengið 9,0 hæðsta einkunnin var 9,5, ég held ég geti bætt einkunnina ef ég laga 2 prufur .. er samt ekki alveg viss... er núna að reyna að klára peysuna á fullu... stefni á að klára hana um helgina, ég prjóna í dag og svo læri ég fyrir dönsku og sögu próf á morgum og klára hana svo bara á föstudaginn. Tek svo kjólinn og falda hann um helgina eða í næstu viku.... verð nú að gera hann kláran fyrir 11 nóv.. það er að segja ef Tommi tekur mig með sér út.
Nú er ég búinn að vera með kvef í 3 vikur og mígreni í 3 daga í röð og þetta er ekkert að fara ég er að verða brjáluð... Var meiri segja heima alla helgina og ég bara vestnaði ef eitthvað er ég hélt að maður ætti að lagast við það að vera heima í hlýjuni undir teppi og prjóna... vá ég á mér ekkert líf ég prjóna prjóna prjóna.....
Í morgun vaknaði ég um 7 því mér var svo kalt, ennið á mér sérstaklega.. ég fór framm og mældi mig og sýndi mælirinn 35, eitthvað man ekki hvað... en minns fór samt í skólann klæddi sig alveg geggjað vel ... maður hefði kannski ekki átt að fara en ef maður mætir ekki í þessa verklegu tíma þá bara missir maður slatta úr og það vill maður ekki því manni gengur svo vel...
jæja ég ætla að hætta þessu bloggi núna ég bara nenni ekki að blogga meira í dag ... blogga seinna aftur ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2006 | 16:30
frábær föstudagur
Jæja dagurinn í gær var æðislegur ...
Ég fór til námsráðgjafa og talaði við hann um að ég væri ekkert að skilja stærðfræðiáfangana sem ég væri í (122 og 202), einnig sagði ég að ég væri bara ekkert að skilja þessa sögu.. ég reyndi að muna þessi nöfn og ártöl en þau festust bara ekkert í mér ... en jæja hún sagði að við myndum byrja á stæ og skoða svo sögu í næstu viku.
Þeir sem eru lesblindir og skilja ekki þessa áfanga fá víst að taka aðra stæ áfanga í staðinn og hvað haldið þið þessir stæ áfangar sem maður fær að taka í staðinn er ég búinn með (hún þurfti að tala við áfangastjóra og eitthvað fleira) og áður en skóladagurinn var búinn fékk ég að vita að ég væri búinn með stæ.. allar 6 einingarnar sem maður þarf að vera með upp í stúdent... ég varð ekkert smá ánægð stundataflan mín fór úr 26 einingum niður í 22 einingar á engum tíma... en það er spurning hvað verður gert í sambandi við söguna...
Svo á föstudagskvöldið var farið út að borða með fjölskyldu Tomma á Caruso og þar var bara æðislegur matur ég var svo södd eftir matinn, ég var bara að springa.. en það var samt farið í erlu-ís og fengin sér ís.
komum heim um hálf11 - 11 leytið vel saddur, maður lagðist bara upp í sófa og horfði á tv þanngað til að maður sofnaði... prjónaði samt smá með tv-inu.
svo í dag er maður búinn að taka smá til og prjóna slatta.. vona að peysan fari nú að verða tilbúinn..
en jæja þarf að fara að kíkja út að kaupa kál á hamborgarana fyrir kvöldmatinn
endilega kvittið þið það er svo gaman að sjá hverjir koma og kíkja..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2006 | 15:48
hver
hver verður númer 1000 ???
endilega kvitta...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2006 | 12:47
happy happy happy
ég er svo ánægð, nú er ég búinn á næturvöktum og ætla mér ekki að taka næturvaktir á næstuinni.. ég var á minni síðustu núna og hún var nú frekar róleg ... morgunvaktin mætti á réttum tíma og ég var mjög ánægð með það því ég var ekki að nenna að vera þarna lengur .. var líka að vonast til þess að ég næði kannski að sofna.. en það gekk ekki .. er enþá vakandi og mér leiðist alveg geggjað
jæja ég verð að fara að finna mér eitthvað að gera ..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2006 | 20:36
jæja jæja
Jæja núna er bara skóla önnin eiginlega hálfnuð og maðru verður að fara að byrja á þessu yndislega lokaverkefni... ég ætla að byrja á því á föstudaginn... einnig þarf maður að fara að klára þennan yndislegan kjól sem ég byrjaði að sauma í ágúst og hef bara ekki haft neinnn tíma fyrir hann... leiðinlegt, kannski maður geti troðið honum inn í dagskrá helgarinnar...
ég ætla að gera um helgina
byrja á peysunni,
klára að lesa 16 kafla í dönskubókinni,(þarf að fara á blindrabókasafnið og ná í hljóðsnældu/disk með sögunni)
klára prjónaverkefnin,
einnig verður maður að reyna hitta vinni sína því ég hef verið að fórna því vegna heimalærdómnum,
svo ætla ég að kíkja í föndurbúðina og kaupa eitthvað smá föndur langar að prufa að gera eyrnalokka og hálsmen.. maður verður bara að prufa sig áfrám.
Þannig að þetta á eftir að vera annasöm helgi hjá mér ...
langar líka í ljós en það verður bara að koma í ljós hvort það komist inn í dagskránna hjá mér..
en jæja ég ætla að hætta að skrifa hérna núna ...
PS: veit einhver hvar blindrabókasafnið er ?? ég veit það er í kópavoginum ég veit bara ekki hvar í kóp það er...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2006 | 18:45
brjálað að gera
Ég er að fara yfir um í þessum skóla, það eru endalaus próf og allir hafa prófin á sama tíma hvað er málið með það ??? hef ekki verið að fá hátt í þessum yndislegum bóklegum áföngum, en það er annað með þessa verklegu , verkefnin eru til sínis í skólanum þannig að ég fæ ekki möppuna mína strax frá kennaranum, hæðsta einkuninn þessa önnina er 10
en lægsta er
3 og svo eru hinar alstaðar þar á milli, ég er ekki alveg sátt með þessar lægstu.... vona að þetta batni næstu 2 mánuðina.
Annars er nú lítið að frétta hjá mér ... bara skóli, vinna, læra, sofa.. svo um helgar reynir maður að troða vinnina einhverstaðar þarna inn í dagskrána.. hehe
ætla samt ekki að taka svona mikið næstu önn .. og hvað þá þarnæstu...
jæja nenni ekki að skrifa meira
þangað til næst...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2006 | 15:53
ýmislegt
Það er alveg ótrúlegt hvað það er eitthvað lítið að gerast hjá mér !! maður er bara í skólanum alla daga og svo vinna með því.... maður á sér bara ekkert líf.. nema það littla sem maður getur gert um helgar...
Tommi er að fara á morgum í veiðiferð, og þá verður maður einn heima og eldar ekki neitt því mér finnst bara svo leiðinlegt að elda þegar maður er einn heima... kannski maður bjóði bara einhvern í heimsókn.. þessa 2 daga ???
Ég er svona að spá í að kíkja eitthvað á djammið í kvöld... bara að láta sjá sig og kíkja á aðra.. einnig að skemmta mér vel með henni pálu... kannski maður taki bara myndavélina með sér og smelli á nokkrar myndir
Tók nokkur test og þetta varð útkomann á þeim...
People Envy Your Compassion

You have a kind heart and an unusual empathy for all living creatures. You tend to absorb others' happiness and pain.
People envy your compassion, and more importantly, the connections it helps you build. And compassionate as you are, you feel for them.
Your Kissing Technique Is: Perfect |
![]() You have the confidence to make the first move. And you always seem to know what kissing style is going to work best. Sometimes you're passionate, sometimes you're a tease. And you're always amazing! |
svo smá svona um djammið...
You're a Wild Drunk

You can get enough drink. Seriously, you'll just go puke and start pounding them back again!
Bloggar | Breytt 24.9.2006 kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
hi
Færsluflokkar
Myndaalbúm
bloggarar
-
systurnar
systurnar -
Ásta
Ásta bloggar -
anna litla
anna panna -
bloggarar
anna systir tomma -
bloggarar
gamla bloggið -
bloggarar
Ólöf skvísa -
bloggarar
dóra gella -
bloggarar
Begga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar