Færsluflokkur: Bloggar

Rauðidraumurinn farinn )c:

Jæja þá er Rauðidraumurinn farinn á vöku GrátaGrátaGráta það á eftir að vera mikkil söknuður, því hann var æðislegur í útilegonum, maður kom bara á staðinn og allt var tilbúið þurfti ekkert að tjalda eða blása/pumpa upp vindsængur... en það kemur annar húsbíll í hans stað og verður það gamli húsbíllinn hans Helga. Hann er nú að losa sig við hann, og við ákvöðum bara að taka við gripnum Brosandi

þannig að það verður ekkert tjaldað á næstuinni í útilegonum sem maður á eftir að fara í framtíðinni Svalur 

En annars er nú ekki mikkið að frétta af mér annað en það að ég er alveg óskaplega löt þessa daganna nenni ekki neinu, ekki einusinni að læra og maður þarf að læra slatta fyrir mánudaginn því það eru nokkrar vinnubækur sem maður þarf að skila þá Öskrandi ég er bara ekki að nenna að gera neitt í þeim.... ætli letin eigi ekki eftir að drepa mann einvhertíman ?? 

 Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra í dag, þannig að þangað til næst..

hafið góða helgi


ný talva

Jæja hvað segið þið nú ????

Ég ákvað að prufa að blogga í nýju tölvunni sem við vorum að fá Koss 

Skólinn gegnur alveg ágætlega, maður reynir að halda í við öll þessi verkefni sem maður er að gera í skólanum.. og gengur það misjafnlega, í einhverjum tímum er maður á viku á undan með þau og í öðrum tímum er maður bara samferða námsáætlunni og svo er í einhverjum tímum sem maður hefur dregist aðeins aftur úr ... sem er bara ekki nógu gott ... þarf að fara að vera dugleg að vinna það upp.. reyni það á næstunni..

Svo fer að styttast í það að Tommi fari í veiðiferðina, en hann er búinn að kaupa sér veiðistöng og vöðlur og eitthvað fleira fyrir hana... vona bara að hann eigi eftir að skemmta sér vel þar....

 

Mig vantar samt í aðra ræstingavinnu svo ég geti hætt að vinna þessar æðislegu næturvaktir (sem eru að gera mig brjálaða, er alltaf alveg að sofna í skólanum) þannig að ef þið vitið um einhverjar sniðugar ræstingar megið þið alveg láta mig vita... 


28 einingar

Ég fékk val blöðin mín í dag.. og hvað haldið þið ég þarf að taka 28 einingar á næstu önn til að ná að útskrifast des 2007.. ég á ekki að eiga mér neitt líf...Gráta Gráta Gráta Gráta svo þarf maður að taka 2 áfanga í sumarskóla... og svo á haustönn eftir ár verður maður bara í ca : 9 einingum... það á eftir að vera lúxus, og þá er bara spurning hvað maður gerir þá hvað þá eftir stúdentinn. Langar að gera eitthvað geggjað.. fá mér vinnu með góðum launum..... mmmmm það á eftir að vera lúxus líf, hlakka ekkert smá til.

Annars er nú lítið að frétta hjá mér þessa daganna.. bara skóli, vinna og meiri skóli og meiri vinna...  svo er það næturvakt í nótt.. langar ekkert að fara en maður verður víst.

nenni ekki að blogga meira þannig þangað til næst...  


hekl - helk

Jæja skólinn gengur nokkuð vel bara, nú eru allavinna heklið mitt komið í rétta stærð, fyrstu tvær heklin mín Fastahekl og hálfur stuðull urðu frekar littlir maður byrjar alltaf með 25 lykkjur en ég endaði alltaf með frá 19 upp í 20 og ég hef bara ekki hugmynd hver hinar lykkjurnar fóru ??? en stuðull og tvöfaldur stuðull koma rétt út og þá er bara að vona að þrefaldur stuðull komi líka rétt út... hlakka samt til þegar maður fer að prjóna meira því þá á maður eftir að vera mikklu duglegri... hehe 

jæja annars er nú lítið að frétta, mér var sagt upp hjá glitni í dag og er ég með mánaðar uppsagnarfrest... þeir eru víst eitthvað að breita ræstingarvinnuni þannig að það verður ræstað frá 6 til 14 á daginn.. og ekki gat maður tekið við þvi, því maður er nú í dagskóla... en fæ samt að vita eftir helgi hvort það sé laust í einhverjum af útibúum Glitnis... vona það því maður verður nú að vera með vinnu... með skólanum....

jæja ég ætla að fara núna að klára að læra fyrir morgum daginn

 


helgi-nn

jæja þá er þessi helgi senn á enda... þetta er bara búin að vera fínasta helgi.. fór í afmælil til hennar Sunnu Líf á laugardaginn um 3 leytið og þar var bara svaka stuð... góður matur.. prufaði einhvern brauðrétt og var hann rosalega vinnsæll þarna.... hvarf fljótt.. 

Svo var farið til hans Helga um kvöldið því hann átti afmæli þann 25 ágúst...og þar var svaka stemming það var farið í bæinn og skemmt sér þar vel og svo var bara farið aftur heim til helga og farið í pottinn mmm hvað það var æðislegt... svo var farið að sofa vaknað um 2 leytið og farið heim... og slakað á ...

Svo er það bara skólinn í fyrramálið... er ekki alveg að nenna honum því maður verður þar til að verða níu að kveldi til... en jæja svona er lífið... 

en núna ætla ég að fara að glápa á tv 

 


ahs 203

Já ég fór í ahs 203 í staðinn fyrir fat 103 .. þannig að þessi önn verður strembinn... en vona að maður nái þessu öllu... veit að ég á eftir að ná verklegu áföngonum en það er bara spurning með þessa bóklegu sem maður er ekkert of góður í .. en jæja þetta verður bara að reddast .... 

er ekki að nenna á næturvakt í nótt... er frekar þreytt núna þannig að maður verður skrautlegur á morgum.. hehe ég á eftir að sofna í sögu .. ekki skemmtilegustu tímar sem maður fer í ...

en jæja ég ætla að fara og kíkja í eina til tvær skólabækur...

 


24 eða 26 einingar ??

Jæja þá eru 2 dagar búnir af skólanum og þetta lítur allt vel út ... meiri segja saga 103 sem ég var smeikust við .. en það kemur í ljós hvort maður nái henni... 

einnig langar mig að fara í ahs 203, en ef ég geri það þá verð ég í 26 einingum þessa önn... og hún verður strembinn en ég veit að það verður þess virði þegar önnin verður búinn ... og þessi fög verða búinn.... og þá á ég bara 1 ár eftir í skólanum og get 99% útskrifast des 2007 eins og mig langar geggjað mikkið......

Ég ætla að tala við áfangastjórann og athuga hvort maður komist ekki í ahs 203 og hvort hann taki ekki bara fat 103 út.. í staðinn ( er búinn með þann áfanga í öðrum skóla..  og er ekki að nenna að taka hann aftur .. ) 

Annars er voða lítið að frétta af mér ... fór í ljós og í ræktina í gær oohhh hvað mér leið vel þegar ég fór úr ræktinni ... langar að geta farið alla daga en það er því miður bara ekki hægt meðan stundataflan er svona geggjað flott...

jæja ég nenni ekki að skrifa meira 

heyrumst seinna  


þá fer þetta bara að byrja

Jæja þá er maður búinn að ná í stundatöfluna... og ekki var hún æðisleg... maður er alveg til sex í skólanum.....2 daga í viku Skömmustulegur  en maður er bara til 1 á föstudögum... svo er maður að taka 23 einingar þessa önn.. þannig að það verður mikið að gera í vetur .... en það veður þess virði þegar þessi vetur verður búinn.... 

Svo byrjar hann bara á Þriðjudaginn kl 8:15 maður verður bara vakna snemma og vera hressss... vona að það gangi vel.. en það verður æðislegt að hafa loksins eitthvað að gera á daginn, annað en að hanga heima... Svo á maður auðvitað helgarnar fyrir sig .. ég bara verð að hafa frí á þeim þvi annars á maður bara eftir að gefast upppp og það er ekki eitthvað sem að ég vill.... langar að klára þennan skóla og stúdentinn með og svo sér maður bara til hvað maður geri... ? hvort maður láti hinn drauminn rætast og fari í flugfreijuna  en það verður bara að koma í ljós eftir ár... 

jæja ég ætla að fara halda áfrám að sauma kjólinn minn.. ég set myndir af honum inn þegar hann verður tilbúinn... 


stundatafla....og fl..

Jæja þá er maður vaknaður .. .vaknaði reyndar 10 mín í 8.. og fór á fætur ... það er nú ýmislegt sem maður þarf að fara að gera í dag ... til dæmis... ná í stundatöfluna.. ( kvíði fyrir að sjá hana örgulega HÖRMUNG ) svo er maður að fara að skila karteflusalatinu sem var keypt í gær því það var eitthvað plast í þvi ... svo fer maður upp í mosó og búa til sniðið á kjólinn minn... og byrja á að sauma hann vá hvað mig hlakkar til þega hann verður tilbúinn... það væri geggjað ef maður gæti nú bara klárað hann í dag en ég efast um að það verði hægt....

svo er maður að fara á næturvakt í nótt og næstu nótt.. hlakkar ekki til .... er orðin frekar þreytt á þessum næturvöktum.. en hvað gerir maður ekki til þess að vera með vinnu með skólanum ??   það er hálftími þangað til maður getur farið að ná í þessa stundatöflu... ég ætla að klára að gera mig til ...

síjú....  


Til hamingju Ásta og Jón

Jæja litla frænka ákvað að láta sjá sig þann 10 ágúst, hún lét sko bíða eftir sér í 6 dag, þetta er bara ekta stelpa lætur bíða eftir sér ... hehe. Hún á að heita Helga Lilja. Vá hvað ég er ánægð fyrir þeirra hönd að Helga sé loksins kominn, ég þarf að fara að kíkja á litlu stelpuna en ég vil bara ekki fara strax því ég er með smá hvef og ég vil ekki smita hana af neinu... en ég ætla að fara strax og ég losna við hvefið.

Annars er nú bara lítið að frétta af mér .. var á næturvakt síðustu nótt og svo er maður bara búinn að hanga í kringluni næstum því í allan dag... með þeim Jenný, Sunnu og mömmu.

En núna er ég orðin geggjað svöng og ég veit ekkert hvað ég á að fá mér ... langar í eitthvað gegggggjjjjjaaaaðððð gottt mmmmmmm


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

hi

Höfundur

Christín
Christín
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...hmdv_209379
  • ...oss_wnyhmdv
  • kjóll 001
  • kjólinn
  • þetta er framaná kjólnum á hálsmálinu

bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband